Lilja Rúriks

Hún er dansari sem útskrifaðist frá dansdeild Juilli­ard í New York, einni bestu dansdeild í heimi, og hefur dansað stanslaust frá þriggja ára aldri. Hún er Lilja Rúriksdóttir og var viðmælandi minn á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna í Radio J'adora. Við spjölluðum um dansinn, fjölbreytt verkefni, New York lífið, þróun á okkur sem einstaklingum, sjálfstæði og að taka af skarið, innblástur, hvað lætur manni líða vel og margt fleira krassandi. Tune in, xoxo DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.