Manuela Ósk

Hún er samfélagsmiðla legend með meiru, business babe og stendur fyrir Miss Universe Iceland keppnunum ásamt því að vera hluti af Miss Universe teyminu úti í hinum stóra heimi. Svo er hún líka fellow California Girl, en við kynntumst einmitt í LA þegar við fórum saman í sushi party til Nicole Richie. Ég er að sjálfsögðu að tala um snapchat drottninguna Manúelu Ósk, en hún var gestur minn í Radio J'adora í þessum þætti. Við ræddum um fegurðarsamkeppnir, girlpower, feminisma, samfélagsmiðla, tísku, hönnun, innblástur, hvernig það er að vera áberandi einstaklingur í íslensku samfélagi og svo margt fleira. Tune in! Xoxo, DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.