Mosha Lundström Halbert

Mosha Lundstrom er kanadísk athafnakona, búsett í Miami og á rætur að rekja til Íslands. Mosha rekur tískufyrirtækið Thermakota ásamt systur sinni og móður og leggja þær áherslu á hlýjar og góðar yfirhafnir þar sem litagleði og glimmer getur ráðið ríkjum. Hún er mikill tískumógull og skrifar meðal annars pistla fyrir Vogue - en við kynntust einmitt þegar Mosha gerði umfjöllun um mig og fleiri groovy íslenskar stelpur, Nordic Cool Girls Guide to Reykjavik, fyrir vogue.com sumarið 2017. Við Mosha ræddum um mikilvæga hluti á borð við tísku og kraftinn sem fylgir því að finna sinn eigin stíl, innblástur, fyrirmyndir, samfélagsmiðla, Ísland og hvað væri gott að hafa í huga við að skapa sér tækifæri og láta drauma sína rætast. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.