Ragna Sigurðardóttir

Hún er mögulega skilgreiningin á fagkonu. Hún er læknanemi og stúdentapólítíkus extrordanare, varaborgarfulltrúi, stofnandi og fyrrum stjórnarmeðlimur Hugrúnar geðfræðslufélags háskólans, hjartahlý, eldklár og ótrúlega skemmtileg. Hún er Ragna Sigurðardóttir og var viðmælandi minn í Radio J'adora. Við spjölluðum um uppvaxtarár Rögnu í Bandaríkjunum, pólítík, aðgengilega geðfræðslu, hvernig hugmyndin af geðfræðslufélagi kviknaði og varð að veruleika, hvernig við látum hlutina gerast, hvað það er mikilvægt að trúa á sjálfa sig, innblástur, markmið og svo margt fleira uppbyggilegt og powerful. Brought to you by Íslenska Hamborgarafabrikkan. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.