Svala Björgvinsdóttir

Söngkona, tískumógúll og fyrrum barnastjarna sem aðeins tvítug skrifaði undir risa plötusamning í Hollywood. Svala Björgvins kom til mín í Radio J'adora síðasta fimmtudagskvöld og ræddi um LA lífið, hvernig hún hefur þróast og breyst frá því hún flutti fyrst út í hinn stóra heim, Steed Lord ævintýrið og hversu mikilvægt það er að geta verið frjáls eftir að hafa verið samningsbundin í nokkur ár við plötufyrirtæki sem vildi skapa útgáfu af Svölu sem hún sjálf fékk ekki mikið um að segja. Einnig ræddum við um innblástur, fyrirmyndir, andlega heilsu, möntrur og hvað í lífinu hefur komið henni á óvart! Tune in, xoxo DJ Dóra Júlía

Om Podcasten

Velkomin í Radio J'adora, í boði íslensku hamborgarafabrikkunnar. Öll fimmtudagskvöld fæ ég til mín mismunandi gesti þar sem fjölbreyttar fagkonur eru í forgrunni. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, frá gildum í lífinu og hvað veitir hamingju til uppáhalds instagram filters. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía.