#1 Mýtur og algengar spurningar

Í þessum fyrsta þætti Rafbílahlaðvarpsins fáum við til okkar Hafþór Hilmarsson O'Connor til að ræða allt frá upphafi rafbílamenningar á Íslandi, hleðsluinnviði og yfir í mýtur og algengar spurningar verðandi rafbílaeigenda. Þegar Hafþór ætlaði að eignast sinn fyrsta rafbíl komst hann að því að það var lítið um svör hjá söluaðilum hér á landi, svo hann ákvað að miðla sinni reynslu og þeirri þekkingu sem hann aflaði sér. Haffi, eins og hann er kallaður, heldur úti YouTube rás þar sem hægt er að læra ýmislegt sem viðkemur rafmangsbílum. Hann er líka með vefsíðuna haffi.is þar sem hann hefur safnað saman algengum spurningum um rafmagnsbíla og orkumál. Kaflar þáttarins: 13:00 - Þægindin við rafbíla 20:00 - Mýtur um rafhlöðurnar 32:00 - Fórum yfir drægnina 43:00 - Dreifikerfi rafmagns og hleðslustöðvar 1:01:30 - Meðferð stjórnvalda

Om Podcasten

Hlaðvarp um rafbíla og allt sem tengist þeim á Íslandi. Þáttastjórnendur koma til með að fá til sín gesti til að fræðast um allt sem tengist rafmagnsbílum. Allt frá því að vera algengar spurningar við fyrstu kaup á rafmagnsbíl yfir í íslenska raforkumarkaðinn og dreifikerfi. Markmiðið með þessu hlaðvarp er fyrst og fremst að hafa gaman að fræðast og vonandi fræða aðra. Svo verður þetta rafmagnað ferðalag. Þáttastjórnendur: Tómas Kristjánsson og Helgi Hrafn Halldórsson