#14 Rafbílavæðing leigubílaflotans

Í þessum síðasta þætti Rafbílahlaðvarpsins fyrir jólafrí kom Guðmundur Jóhann Gíslason, leigubílstjóri hjá Hreyfli í heimsókn. Við ræddum m.a. notkun rafbíla í leigubílabransanum og kosti þess að nota rafbíl í rekstri. 0:00 - Upphaf rafbílavæðingar leigubílaflotans 5:00 - Algengustu spurningar fólks 10:00 - Aðgengi að hleðslu við Keflavíkurflugvöll 16:50 - Kostir við að nota rafbíl sem leigubíl

Om Podcasten

Hlaðvarp um rafbíla og allt sem tengist þeim á Íslandi. Þáttastjórnendur koma til með að fá til sín gesti til að fræðast um allt sem tengist rafmagnsbílum. Allt frá því að vera algengar spurningar við fyrstu kaup á rafmagnsbíl yfir í íslenska raforkumarkaðinn og dreifikerfi. Markmiðið með þessu hlaðvarp er fyrst og fremst að hafa gaman að fræðast og vonandi fræða aðra. Svo verður þetta rafmagnað ferðalag. Þáttastjórnendur: Tómas Kristjánsson og Helgi Hrafn Halldórsson