10. Sannleikurinn eða kontór?

Í 10. þætti Raunveruleikans fara Ingileif og María um víðan völl og leyfa flæðinu að ráða. Þátturinn er með aðeins öðru sniði en vanalega, og laus í reipunum - en það er líka sumar og það má! Þær rifja upp ýmis bernskubrek og vandræðaleg augnablik, í bland við hinn víðfræga sannleikann eða kontór, SPK - já eða rússneska póstinn. Meira um það í þættinum!Þátturinn er í boði Domino's og Chito Care. 

Om Podcasten

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir ræða hina ýmsu fleti mannlegrar tilveru. Í Raunveruleikanum er ekkert undanskilið og einlægnin, húmorinn og berskjöldunin í fyrirrúmi.