13. Er þér sama?

Af hverju erum við stöðugt að velta okkur upp úr því hvað öðru fólki finnst? Eigum við ekki bara öll að vera nákvæmlega eins og við erum í friði, hvað svo sem öðrum finnst um það? Ef við viljum ganga með kúrekahatt alla daga, vera alltaf í grænum skóm, já eða baða okkur nakin útí læk - þá skulum við bara gera það! Ingileif og María ræða það hvers vegna við ættum öll að hætta að pæla í öðru fólki og fara að láta okkur vera aðeins meira sama. 

Om Podcasten

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir ræða hina ýmsu fleti mannlegrar tilveru. Í Raunveruleikanum er ekkert undanskilið og einlægnin, húmorinn og berskjöldunin í fyrirrúmi.