6. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gengið í gegnum?

Kemst einhver í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum? Það eru hverfandi líkur á því. Áföll móta okkur og eru oft rót ýmissar hegðunar hjá okkur öllum. María opnar sig upp á gátt um sitt stærsta áfall, og hvernig henni hefur tekist að vinna sig út úr því. Hjónin fara svo yfir það hvað áföll geta kennt okkur og hvernig við getum unnið úr þeim. 

Om Podcasten

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir ræða hina ýmsu fleti mannlegrar tilveru. Í Raunveruleikanum er ekkert undanskilið og einlægnin, húmorinn og berskjöldunin í fyrirrúmi.