Hver er skjátíminn þinn?

Hver er skjátíminn þinn? Er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar að opna símann þinn, og það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hvers vegna erum við öll svona miklir fíklar miðlanna? Ingileif og María ræða skuggahliðar samfélagsmiðla og hvernig við getum passað okkur að nota þá bara til góðs.Þátturinn er í boði ChitoCare og Playroom.is

Om Podcasten

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir ræða hina ýmsu fleti mannlegrar tilveru. Í Raunveruleikanum er ekkert undanskilið og einlægnin, húmorinn og berskjöldunin í fyrirrúmi.