Bankarán í gamla Vesturbænum og spádómar um líf og dauða
Í þessum fimmta þætti Þráða förum við yfir sögu bankarána á Íslandi. Við einblínum á fyrsta vopnaða bankaránið hér á landi, í Búnaðarbankanum í Vesturgötu í desembermánuði árið 1995. Við ræðum við Eyjólf Einarsson, listmálara, sem varð vitni að ráninu og hringdi á lögregluna, og Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, sem setti bankaránin í sögulegt og félagslegt samhengi. Þá hlustar Jón Hallur Stefánsson, þýðandi, aftur á nærri aldarfjórðungs gamla upptöku þar sem spáð var fyrir honum af tveimur spákonum í þættinum Vinkli árið 1998. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson