Félagi Jesús og skipulögð brotastarfsemi

Í níunda þætti Þráða er rætt við Harald Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögregluþjón, um skipulagða brotastarfsemi, fíkniefni og skotárás í Breiðholti árið 2001 í ljósi frétta um hnífaárás í miðbæ Reykjavíkur á dögunum. Þá rifjum við upp deilur um Félaga Jesús, barnabók sem kom út fyrir jólin 1978. Deilurnar rötuðu inn á Alþingi, bókin var sögð vera guðlast og þingmaður kallaði eftir því að útgefandinn yrði dreginn fyrir dómstóla. Við ræðum við Þórarinn Eldjárn, sem þýddi bókina, og Höllu Sverrisdóttur, sem las bókina átta ára gömul. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.