Flugrán, fastir í lyftu og feita ríka fólkið fyrr á öldum
Í þessum fyrsta þætti af Þráðum rifjum við upp þegar króatískir flugræningjar millilentu á Keflavíkurflugvelli árið 1976 og stofnun sérsveitarinnar í kjölfarið. Við heyrum meðal annars hvernig Helgi H Jónsson fréttamaður lýsti atburðarásinni á þeim tíma og ræðum við Jón Bjartmarz um það hvernig og hvers vegna sérsveitin varð til, en hann var yfirmaður hennar frá 1987-1997. Svo festumst við í lyftu með forseta Íslands, forsætisráðherra, forseta Alþingis, forseta hæstaréttar og biskupsritara árið 1997. Við ræddum við Harald Henrysson forseta hæstaréttar á þeim tíma og Eddu Möller framkvæmdastjóra Skálholtsútgáfunnar sem kom mönnunum til bjargar. Við endum á pistli frá Kristjáni Bersa Ólafssyni frá 1977 um breytingar á holdarfari yfirstéttarinnar, áhrif auglýsinga á neyslu Íslendinga og setjum það í samhengi með Goddi prófessor við Listaháskóla Íslands. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson