Gamla Laugardalslaugin og naktir menn fá ókeypis farsíma

Í áttunda þætti Þráða förum við til ársins 1967 og rifjum upp óánægju fastagesta gömlu sundlaugarinnar í Laugardalnum með þá ákvörðun að jafna hana við jörðu og byggja þá nýju. Þá heyrum við gesti nýju laugarinnar ræða sundtísku árið 1991. Í lok þáttar ræðum við við Jón Már Svavarsson sem var einn af tíu alsberum mönnum sem fengu ókeypis farsíma í verslun Antons Skúlasonar árið 1995. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.