Gamla Laugardalslaugin og naktir menn fá ókeypis farsíma
Í áttunda þætti Þráða förum við til ársins 1967 og rifjum upp óánægju fastagesta gömlu sundlaugarinnar í Laugardalnum með þá ákvörðun að jafna hana við jörðu og byggja þá nýju. Þá heyrum við gesti nýju laugarinnar ræða sundtísku árið 1991. Í lok þáttar ræðum við við Jón Már Svavarsson sem var einn af tíu alsberum mönnum sem fengu ókeypis farsíma í verslun Antons Skúlasonar árið 1995. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson