Hið sovéska Baltika og Skallagrímur bjargar Andania

Í öðrum þætti Þráða rifjum við upp þegar á fimmta hundrað Íslendingar ferðuðust um Miðjarðarhafið í sovéska skemmtiferðaskipinu Baltiku árið 1966 - og fjöllum um meinta óhóflega áfengisneyslu um borð. Þá heyrum við líka í Óskari Valdimarssyni vélstjóra í viðtali frá 1976 segja okkur frá fiskveiðum í kringum seinni heimstyrjöldina, kynnum af tundurduflum og frægri björgun yfir 300 skoskra hermanna á sjó. Sem við setjum svo í samhengi við samtímann með hjálp Þór Whitehead sagnfræðings og Helenu Jónsdóttur sálfræðings hjá Læknum án landamæra. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.