Hið sovéska Baltika og Skallagrímur bjargar Andania
Í öðrum þætti Þráða rifjum við upp þegar á fimmta hundrað Íslendingar ferðuðust um Miðjarðarhafið í sovéska skemmtiferðaskipinu Baltiku árið 1966 - og fjöllum um meinta óhóflega áfengisneyslu um borð. Þá heyrum við líka í Óskari Valdimarssyni vélstjóra í viðtali frá 1976 segja okkur frá fiskveiðum í kringum seinni heimstyrjöldina, kynnum af tundurduflum og frægri björgun yfir 300 skoskra hermanna á sjó. Sem við setjum svo í samhengi við samtímann með hjálp Þór Whitehead sagnfræðings og Helenu Jónsdóttur sálfræðings hjá Læknum án landamæra. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson