Hvíta stríðið á Suðurgötu og breskur her kemur til landsins
Í sjöunda þætti Þráða ræðum við Hvíta stríðið í Reykjavík árið 1921. Þá urðu óeirðir fyrir framan hús Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra og verkalýðsforingja, eftir að hann kom heim af alþjóðaþingi kommúnista með 14 ára rússneskan dreng sem talinn var haldinn egypsku augnkvefi. Stjórnvöld vildu vísa honum úr landi af sóttvarnaástæðum en Ólafur sagði málið hápólitískt. Þá rifjum við upp hernám Breta og ræðum það við Leif Reynisson, sagnfræðing, og hlustum á ræðu Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, 10. maí 1940. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.