Íslendingar hertaka sendirráð, fyrsta flóttafólkið og stríðsávarp

Í þriðja þætti Þráða rifjum við upp þegar 11 íslenskir námsmenn hertóku sendirráð Íslands í Stokkhólmi, móttöku ungversks flóttafólks árið 1956 og áramótaávarp Hermanns Jónasonar forsætisráðherra Íslands í miðri seinni heimsstyrjöld 1941. Eins og alltaf heyrum við hljóðbrot og viðtöl frá þeim tíma sem atburðirnir gerast og þræðum okkur í átt að samtímanum. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.