Jólaþáttur Þráða
Voru jólin betri hér áður fyrr? Í tíunda þætti af Þráðum athugum við hvernig jólaundirbúningur var á sjötta áratug síðustu aldar. Við heyrum brot úr þáttum Gests Þorgrímssonar sem komu út árið 1957 þar sem hann kannar hvernig þjóðin er að undirbúa jólin. Við heyrum viðtöl við bóksala þá og nú og veltum fyrir okkur hvort viðhorf þjóðarinnar til jólanna hafi breyst. Svarið er, já, það var allt betra. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.