Jólaþáttur Þráða

Voru jólin betri hér áður fyrr? Í tíunda þætti af Þráðum athugum við hvernig jólaundirbúningur var á sjötta áratug síðustu aldar. Við heyrum brot úr þáttum Gests Þorgrímssonar sem komu út árið 1957 þar sem hann kannar hvernig þjóðin er að undirbúa jólin. Við heyrum viðtöl við bóksala þá og nú og veltum fyrir okkur hvort viðhorf þjóðarinnar til jólanna hafi breyst. Svarið er, já, það var allt betra. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.