Undanþágur í Kyoto og bændur sprengja stíflu

Í sjötta þætti Þráða ræðum við loftslagsmál og náttúruvernd í nútíð og framtíð. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ræða breytingar sem orðið hafa á loforðum og viðhorfum til loftslagsmála. Þá fjöllum við um Laxárdeiluna svokölluðu, þar sem tekist var á um hvort varðveita skyldi Mývatns- og Laxársvæðið eða virkja það til raforkuframleiðslu. Bændur gripu til þess afdrifaríka ráðs í ágústmánuði árið 1970 að nota dýnamít til að sprengja stíflu á svæðinu. Við ræðum við Jón Benediktsson, bónda, sem tók þátt í aðgerðunum, en einnig við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, um róttækar aðgerðir í náttúruvernd hér á landi. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson

Om Podcasten

Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski. En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki. Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.