Bjartmar í 70 ár

Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur á morgun og af því tilefni heldur hann afmælistónleika núna næsta laugardagskvöld, 18. Júní, með hljómsveitinni sinni Bergrisunum sem er mikið rokkband. Bjartmar fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði en þegar hann var 7 ára flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja og bjó hann þar til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur. Bjartmar hóf feril sinn sem laga- og textahöfundur árið 1977, ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður en svo bara gerðist eitt og annað og tónlistin tók yfir, og Bjartmar er miklu þekktari sem tónlistarmaður en myndlistarmaður. Bjartmar er gestur Rokklands í dag.

Om Podcasten

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson