Björk og Cornucopia og Ellen eins og hún er

Það eru tvær magnaðar konur í aðalhlutverki í Rokklandi í dag – Reykvískar tónlistarkonur – Ellen kristjáns og Björk. ***Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk tónlistakonunnar Bjarkar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1.febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. ***Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin t.a.m. umhverfismál, jafnrétti og femínisma. ***Ný heimildarmynd um Ellen kristjáns verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Hún heitir Engin önnur en ég ér og er mjög persónuleg.

Om Podcasten

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson