Eru þetta bestu lögin 2024?

Í fyrsta Rokklandi ársins er boðið upp á lög sem eru kannski „bestu lög síðasta árs“ - en ekkert endilega – þetta er allt bundið við smekk þess sem hlustar – eða hvað? Ólafur Páll ætlar samt sem áður að spila lög sem honum þykja standa uppúr eftir árið, – íslensk og erlend og honum til aðstoðar er Birgir Örn Steinarsson sem heldur úti ásamt félaga sínum tónlistarsíðu á Facebook sem heitir Nýleg íslensk tónlist. Hann setti líka saman lagalista á Spotify um áramótin með 100 íslenskum lögum sem honum finnst standa uppúr eftir árið og heitir íslenskt / best 2024.

Om Podcasten

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson