Gummi Pé og Aðventugleði Rásar 2

Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á BÆÐI – jólalög og ójólalög. Við ætlum að sigta út tónlistaratriðin úr Aðventugleði Rásar 2 sem fór fram á föstudaginn en þá heimsóttu Rás 2 stelpurnar í Ylju, Sigurður Guðmundsson, Snorri Helgason og Emmsjé Gauti, JólaJazzkonur og Bogomil Font, og Borgardætur og Eyþór Gunnarsson. Guðmundur Pétursson gítarleikari og lagasmiður, tónskáld og söngvari var að senda frá sér plötuna Wandering beeings - fyrsta platan hans þar sem hann er að syngja. Guðmundur hefur árum og áratugum saman verið einn eftirsóttasti gítarleikari landsins, spilað með Bubba og Megasi, Memfismafíunni, Baggalúti, Vinum Dóra, konunni sinni Ragheiði Gröndal, Ný Dönsk, Stuðmönnum ofl.

Om Podcasten

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson