Hüsker Dü seinni hluti, Músíktilraunir, Aldrei fór ég suður, Björgvin Gíslason

Í Rokklandi í dag heldur Elvar Freyr Elvarsson áfram að segja okkur sögu bandarísku hljómsveitarinnar Hüsker Dü Í fyrri hluta þáttar dagsins koma Músíktilraunir við sögu – en fyrsta undankvöld af fjórum er i kvöld í Norðurljósum í Hörpu kl. 19.30. Aldrei fór ég suður kemur við sögu líka, en Músíktilraunir og Aldrei fór ég suður tengjast. Aldrei-stjórinn Mugison og Björgvin Gíslason tengjast líka og þeir koma báðir aðeins við sögu líka – og annað fólk.

Om Podcasten

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.