Grænlenskt sjálfstæði og auðlindir, elítuskólar, kannabis

Grænland er í brennidepli hér á Rás 1 þessa vikuna - og reyndar um allan heim, að því er virðist. Við ræðum sjálfstæði Grænlands og auðlindir við Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði og sérfræðing í þjóðarrétti við Háskólann á Akureyri og Illisimatusarfik-háskóla á Grænlandi. Og við fjöllum líka um birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi við Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Við ætlum sérstaklega að velta fyrir okkur elítuskólum og hlutverki framhaldsskóla og menntunar í að viðhalda ójöfnuði í samfélaginu. Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur vísindamiðlara Samfélagsins.

Om Podcasten

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon. Netfang: samfelagid@ruv.is