Reykur - ný skaðaminnkandi þjónusta, Vísindaspjall um eftirréttarhólfið

Reykur er ný skaðaminnkandi þjónusta fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi efni. Þjónustan er á vegum skaðaminnkunarsamtakanna Matthildar, og þykir frekar nýstárleg á íslenskan mælikvarða. Samfélagið heimsótti hálfgerðar höfuðstöðvar Reyks í Andrými á Bergþórugötu, og ræddi við Svölu Jóhannesdóttur, forgöngukonu verkefnisins, um þjónustuna, vímuefnareykingar og skaðaminnkun. Edda Olgudóttir kemur til okkar í lok þáttar - við verðum á ljúffengum nótum í spjalli dagsins og afhjúpum raunverulega staðsetningu hins svokallaða eftirréttarhólfs. Tónlist: Guðmundur Pétursson Tónlistarm., Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). TRACY CHAPMAN - Smoke And Ashes [Radio Edit]. ZZ TOP - Brown Sugar.

Om Podcasten

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon. Netfang: samfelagid@ruv.is