Gunnar Páll Stefánsson: „Grænna“ hótel mun vart finnst á Íslandi í bráð.

Í Lóni, rétt austan við Hornafjörð mun á næstunni rísa eitt flottasta lúxushótel landsins þar sem sjálfbærni og virðing við umhverfið er í fyrirrúmi. Hótelkeðjan, sem heitir Six Senses, er með ævintýraleg hótel í Asíu, Miðausturlöndum og frönsku Ölpunum til að nefna þau nokkur. Mannvit hefur fengið það verkefni að finna út hvernig hægt sé á bestan máta að byggja þetta hótel á sjálfbæran hátt án mikillar röskunar á umhverfi og dýralífi. Gunnar Páll Stefánsson rafmagnsverkfræðingur hjá Mannviti segir okkur frá þessu heillandi hóteli sem er í undirbúningi fyrir austan.

Om Podcasten

Sérfræðingar á sínu sviði teknir tali og áhugaverð viðfangsefni skoðuð frá sjónarhóli umhverfis, samfélags og tækninýjunga. Þættirnir varpa ljósi á ýmislegt sem við leiðum ekki hugann að þegar kemur að uppbyggingu á sviði verkfræði sem snertir okkur á einn eða annan hátt.