Ólöf Kristjánsdóttir: „Hvaða þýðingu hefur vistvottun fyrir notendur hverfisins?“

Vistvottuð byggð er það nýjasta í byggingargeiranum. Urriðarholtið í Garðabæ og Sundhöll Reykjavíkur eru dæmi um byggð og bygginu sem hafa fengið þessa vottun. Hver er ávinningurinn fyrir byggingaraðila og sveitarfélög að byggja slík hverfi og byggingar? Í hverju felst þetta? Fer það eftir efnisvali á steypu, timbri og gluggum eða hönnun á húsi út frá hita og birtu? Ólöf Kristjánsdóttir byggingarverkfræðingur og sérfræðingur í vistvottuðum byggðum ræddi við Björgheiði Albertsdóttir um BREEAM og þýðingu þessara hluta fyrir okkur.

Om Podcasten

Sérfræðingar á sínu sviði teknir tali og áhugaverð viðfangsefni skoðuð frá sjónarhóli umhverfis, samfélags og tækninýjunga. Þættirnir varpa ljósi á ýmislegt sem við leiðum ekki hugann að þegar kemur að uppbyggingu á sviði verkfræði sem snertir okkur á einn eða annan hátt.