12. Með allt í óreiðu
Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri fjórða/tólfta þáttar, hefur aldeilis skemmtilega og persónulega tengingu við atburðarásina á Glerársöndum. Þegar Baldvin bauð henni tækifærið að gerast stærri þátttakandi í seríu tvö var Álfheiður ófrísk og orðin nýbökuð móðir þegar leið að tökunum. Barnsburður kemur akkúrat sterkt til umræðu í þessum kafla ásamt fáeinum senum sem draga hjartað í gegnum alls konar ósköp. Álfheiður og Tómas stúdera undirliggjandi kraumið hjá karakterum í þessari lotu og ekki síst óvænt gestahlutverk þar sem leikstjórinn varð ögn ‘starstruck’, en í senn er útskýrt kostina við það að vera með allt á hreinu í kvikmyndagerð. Efnisyfirlit: 00:00 - Með allt á hreinu, Benjamín dúfa og pylsumyndir 03:13 - Að leikstýra goðsögninni 04:22 - Fortíðardraugar og erfidrykkja 07:37 - Móðurhlutverkið 09:55 - Viðtengjanleg ólétta 13:05 - Sameining í sorgarferlum 15:33 - Trúnó og tráma 18:30 - Bogi Gústa 21:20 - Pálmi Gests í nærmynd 25:12 - Æfingar vs. handrit 28:22 - Mikið lagt í rammana 30:10 - Annar í andaglasi 33:30 - Leikmynd fortíðaruppgjörs 36:04 - Hvernig líður öllum? 38:50 - Beint í klæmaxinn 41:21 - Falin klipp og langar tökur 43:20 - Sögur um unglinga 44:36 - Að taka við leikstjórakeflinu 48:10 - Kríurnar tvær 13. Páskaegg handa nördum