Fjandakornið: Um úrvinnslu áfalla

Kolbeinn Arnbjörnsson er engum líkur og óhætt er að segja að líf hans hafi gjörbreyst með tilkomu Svörtu sanda. Skuggar Salómons Höllusonar hafa mikið geisað yfir Glerársöndum í seríu tvö og fær Kolbeinn jafnvel að skjóta upp kollinum í nokkur skipti. Þeir Kolbeinn og Tómas velta fyrir sér aðdráttarafl leiklistarinnar, söguform, úrvinnslu áfalla og mörgu lög Salómons. Efnisyfirlit: 00:00 - Hver var aðdrátturinn? 04:13 - Áföll endurspeglast í öllu 06:01 - Metall leikhús 12:36 - Layerar í samvinnunni 17:16 - Með ferskum augum 21:30 - Hvaðan kom listaáhuginn? 27:03 - Ofurnæmni Salómons 34:30 - Tenging í þjáningunni 37:55 - Einna töku dansinn 45:01 - Verkefnin í pípunum 48:44 - Karakterar fram yfir plott   52:09 - Hvað skilur mest eftir sig?

Om Podcasten

Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. Þá má líka búast við fleiri vinklum og gestum í þessari djúsí djúpgreiningu. Hefst þá stúderingin.