Segðu mér sögu

Bækur Sólveigar Pálsdóttur um Guðgeir lögreglumann hafa slegið í gegn á undanförnum árum, en sú nýjasta, Refurinn, kom út árið 2018 við frábærar undirtektir lesenda, Sólveig les sjálf útgáfuna hér á Storytel. Alls eru bækurnar um Guðgeir orðnar fjórar en áður en Sólveig sneri sér að ritstörfum starfaði hún við útvarps-og sjónvarpsleik, vann við talsetningar og ýmis önnur leiklistartengd störf sem hún grípur enn í. Þá vann Sólveig lengi við dagskrárgerð í útvarpi og að ýmsum menningarmálum. Auk þess var hún framhaldsskólakennari í 17 ár. Sólveig segir að umfjöllunarefnið í Refnum, innflytjendur í íslensku samfélagi, sé gíðarlega áhugavert en líka viðkvæmt. Hún kynntist lífi innflytjenda í kennarastarfinu þegar hún aðstoðaði útlendinga við að ná tökum á íslenskum veruleika. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hallgrímur Thorsteinsson kynnir hlustendur fyrir höfundum vinsælustu bóka Storytel, lesurunum á bak við tjöldin og hvað það er sem fer í gerð hverrar hljóðbókar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.