Segðu mér sögu

Davíð Logi Sigurðsson er fjórði gestur Halla Thorst í Segðu mér sögu. Davíð Logi hefur starfað sem blaðamaður og í utanríkisráðuneytinu, en í bókum sínum fléttar hann sagnfræði og skáldskap saman á listilegan hátt. Ærumissir kom út árið 2018 og segir frá örlögum sýslumannsins Einars M. Jónassonar sem varð fórnarlamb Jónasar frá Hriflu í mögnuðu valdatafli. Ljósin á Dettifossi sem kom út ári á undan geymir svo magnaða örlagasögu af fólkinu sem barðist fyrir lífi sínu í sjónum, þar á meðal afa höfundarins, þegar þýskir kafbátar sökktu hinum fræga Dettifossi í síðari heimsstyrjöldinni. Davíð Logi skýrir meðal annars frá því í viðtalinu hvernig kveikjan að nýju bókinni varð til við rannsóknarvinnuna við bókina um Dettifoss. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hallgrímur Thorsteinsson kynnir hlustendur fyrir höfundum vinsælustu bóka Storytel, lesurunum á bak við tjöldin og hvað það er sem fer í gerð hverrar hljóðbókar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.