Segðu mér sögu

Arnar Jónsson steig fyrst á leiksvið hjá Leikfélagi Akureyrar 10 ára gamall. Faðir hans var formaður leikfélagsins og mamma hans, sem var frábær eftirherma, seldi miða í leikhúsið á heimilinu. Sextíu og sex árum síðar, 76 ára gamall, er Arnar enn á fullu og þau Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og eiginkona hans vinna nú að sjónvarpsútfærslu á einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, sem fyrir sex árum var kveðjustykki hans á sviðinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hallgrímur Thorsteinsson kynnir hlustendur fyrir höfundum vinsælustu bóka Storytel, lesurunum á bak við tjöldin og hvað það er sem fer í gerð hverrar hljóðbókar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.