Segðu mér sögu

Yrsa Sigurðardóttir er fyrsti gesturinn í Segðu mér sögu með Halla Thorst. Viðtalið var tekið í Iðnó í haust á glæpasagnahátiðinni Iceland Noir, þar sem Yrsa hefur verið ein helsta driffjöðurin. Yrsa hóf feril sinn sem barnabókahöfundur en er nú þekktari sem „glæpasagnadrottning“ Íslendinga. Bækur hennar hafa slegið í gegn bæði hérlendis og úti í heimi, hvort sem það eru bækurnar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem hafa farið sigurför á heiminn eða hennar nýrri titlar um Huldar og Freyju sem gefa fyrri bókum ekkert eftir. Yrsa segist ekki þurfa sérstakt næði til skrifa, skrifar oft upp í sófa og finnst best að hafa hryllingsmyndir á skjánum fyrir framan sig. Bók Yrsu, Ég man þig, rataði á hvíta tjaldið 2017 og Sigurjón Sighvatson vinnur nú að með bókina Kuldi frá 2012 Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hallgrímur Thorsteinsson kynnir hlustendur fyrir höfundum vinsælustu bóka Storytel, lesurunum á bak við tjöldin og hvað það er sem fer í gerð hverrar hljóðbókar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.