Selfoss hlaðvarpið #041 - Ísak fær átta

Smiðju-hljóðverið var í jólabúning, jólakúlur og notalegheit. Arnar Helgi fékk Örn Þrastar íþróttastjóra og fastagest, örvhenta undrið Ísak Gústafsson og galdramanninn í rammanum, Jón Þórarinn Þorsteinsson. Farið var yfir síðustu vikur, spáð lauslega í spilin fyrir EM. Það eru búnar að vera grænar tölur á hlutabréfum í öllum Selfossliðum síðastliðinn mánuð. Auðvitað er farið sérstaklega í U-liða verkefni Selfoss handbolta, enda allir gestir nátengdir því. Að lokum leggja Örn og Arnar Helgi stórmóta tengt verkefni fyrir strákana. Selfoss hlaðvarpið óskar hlustendum nær og fjær gleðilegra jóla. Við snúum aftur öðru hvoru megin við nýárið. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Komdu um jólin, Gunni Óla

Om Podcasten

Podcast by SelfossTV