Selfoss hlaðvarpið #043 - Þrekvirki Á Hellisheiði

Smiðjustúdíóið var stútfullt af gæðum þegar Arnar Helgi ýtti á rec, íþróttastjórinn Örn Þrastarson var vitanlega mættur og með honum tveir vinstri hornamenn og yngri flokka þjálfarar, þeir Richard Sæþór Sigurðsson og Hannes Höskuldsson. Þeir fóru yfir helstu atriði sem á daga Selfoss handbolta hefur drifið síðustu vikur. Fóru yfir ótímabærar sögur um dauða handboltans á Selfossi og svo átakanleg saga af svaðilför meistaraflokks karla yfir Hellisheiði sunnudagskvöldið síðasta. Við minnum að sjálfsögðu á undanúrslitaleik Selfoss og KA sem fram fer á Ásvöllum miðvikudaginn 9. mars kl. 20.15. Við þurfum að mæta öll sem eitt. Við munum gefa eitthvað gott út í næstu viku til að hita betur upp fyrir final4 í bikarviku. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Pyro, Kings of Leon

Om Podcasten

Podcast by SelfossTV