Selfoss hlaðvarpið #044 - Bikarvika!

Smiðjuhljóðverið var stútfullt af gæðum þegar Arnar Helgi hitaði upp fyrir bikarvikuna. Foringi strákanna, Halldór Jóhann Sigfússon mætti ásamt Einari Sverrisssyni. Hjörtur Leó Guðjónsson var þeim svo til halds og traust. Í lok þáttar fékk Arnar svo Gísla Felix Bjarnason til að rifja upp eina skiptið sem Selfyssingar léku til úrslita í bikarnum, en 1993 mættu Selfyssingar Val í troðfullri Laugardalshöll. Það er auðvitað óþarfi að rifja upp hvernig það endaði, en strákarnir gera það nú samt. Hér er sá hluti dagskrár bikarviku sem snertir okkur Selfyssinga beint: Miðvikudagur - Undanúrslit 20:15 Selfoss - KA Föstudagur - Bikarúrslit 3. flokks karla 18:00 Selfoss - Fram Laugardagur - Bikarúrslit 16:00 Selfoss/KA - Valur/FH Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Sílikon, Skítamórall

Om Podcasten

Podcast by SelfossTV