Selfoss hlaðvarpið #045 - Vorilmur í handboltanum

Það er vor í lofti og farið að styttast í öllum deildum handboltans. Arnar Helgi fékk tvo góða gesti í Smiðjustúdíóið, handboltagoðsögnina Þóri Ólafsson og samverkamann hans í þjálfuninni, Árna Geir Hilmarsson. Í lok hlaðvarpsins sló Arnar svo á þráðinn til Svavars Vignissonar, þjálfara meistaraflokks kvenna. Mál málanna er auðvitað þessi stóri leikur hjá Selfoss stelpunum okkar sem kallaður hefur verið úrslitaleikur Grill 66 deildarinnar. Það er kannski orðum aukið, eða hvað? En líka létt yfirferð yfir bikarvikuna góðu og þessa leiki sem búnir eru af lokatörninni sem er enn í fullum gangi. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: I wanna Go - Femme Fatale (Deluxe Version), Britney Spears

Om Podcasten

Podcast by SelfossTV