Af gnógu að taka

Í þættinum fjallar Halla um hljóðbreytinguna gn > n í íslensku. Breytingin verkaði í mörgum orðum, t.a.m. lýsingarorðinu nógur (af gnógur), neisti (af gneisti) en einnig lifa tvímyndir í nútímamáli eins og gnísta – nísta og gnúpur – núpur. Halla fjallar einnig lítillega um aðrar áhugaverðar breytingar í íslensku og ensku, hvort tveggja í forn- og nútímamáli. //////////////////////// Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskó...

Om Podcasten

Sifjuð er örhlaðvarp um orðsifjar. Í þáttunum rýnir Halla Hauksdóttir í áhugaverð orð; rekur ferðir þeirra, fjallar um notkun þeirra og merkingu, greinir frá því hvernig þau eru á frændtungum o.s.frv. Hönnuður myndefnis er Ragnheiður Björk Aradóttir og hún býr til eina mynd fyrir hvern þátt sem birtist á Instagram-aðgangi hlaðvarpsins, @sifjudhladvarp. Komiði með!