Í Nauthólsvík

Í þessum fyrsta þætti af fimm er sagt frá uppvaxtarárum Guðnýjar Eyjólfsdóttur og systur hennar Jósefínu. Álfatrú kemur við sögu og fjallað er um endalok torfbæjarins Nauthóls. Í þættinum er rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðing, Dalrúnu Kaldakvísl sagnfræðing og Þórarin Óskar Þórarinsson. Einnig heyrast upptökur sem varðveittar eru á gagnagrunninum Ísmús þar sem Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur ræðir við Jósefínu Eyjólfsdóttur spákonu. Ísmús er í umsjá Tónlistarsafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns. Í þættinum heyrist tónlist eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur sem listhópurinn Hlökk flytur, einnig tónlist úr smiðju The Caretaker, Önnu Þórhallsdótturog Kai Normann Andersen.

Om Podcasten

Guðný Eyjólfsdóttir Vestfjörð fæddist á köldu vori árið 1888 og ólst upp í torfkofa í Nauthólsvík. Upp úr tvítugu sigldi hún til Kaupmannahafnar þar sem hún vann láglaunastörf, varð einstæð móðir, komst í kast við lögin og gerðist spákona og heilari yfirstéttar Kaupmannahafnarborgar. Hún upplifði gríðarlegar breytingar á heiminum og nokkrum dögum áður en hún lést barst ómurinn af tónleikum Elton John í Tívolí inn um gluggana heima hjá henni á Vesturbrú. Umsjón: Þórdís Gísladóttir. Samsetning og framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.