Spjallið: Félag í þágu þjóðar

Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Við treystum á björgunarsveitirnar og slysavarnadeildirnar þegar á reynir og Sjóvá er stoltur aðalstyrktaraðili Landsbjargar. En hvernig varð þetta öryggisnet til og hvernig er því viðhaldið? Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, ræðir við Jónas Guðmundsson, verkefnastjóra slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.