Spjallið: Hvernig á að tryggja fyrirtæki?

Öll fyrirtæki þurfa að tryggja sig fyrir ófyrirséðum atburðum og hafa ríkar skyldur gagnvart starfsfólki. Stofnun fyrirtækis fylgir nokkur áhætta og alltaf ábyrgð. Auk samningsbundinna skyldutrygginga standa til boða ýmsar frjálsar tryggingar sem atvinnurekandi ákveður sjálfur að taka. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Dagnýju Ýr Kristjánsdóttur, viðskiptastjóra hjá fyrirtækjaráðgjöf Sjóvár, um hvernig best er að tryggja fyrirtæki.  

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.