Spjallið: Þjónusta um land allt

Sjóvá leggur áherslu á að veita góða þjónustu um land allt og hefur á að skipa 22 útibúum og þjónustuskrifstofum víðs vegar um landið. En hvers vegna er mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Sjóvá að þjónusta fólk í heimabyggð? Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Arnar Jón Óskarsson, útibússtjóra á Egilsstöðum um tryggingar, landið og miðin. 

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.