Spjallið: Kvennahlaupið

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er árviss viðburður hjá mörgum konum og fjölskyldum þeirra. Hlaupið hefur verið haldið í yfir þrjá áratugi en áherslan í dag er ekki hvað síst á samstöðu kvenna og að hver og ein njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs Íþrótta og ólympíusambands Íslands, spjallar um Kvennahlaupið við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna.

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.