Spjallið: Umhverfið í okkar höndum

Umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga þessi misserin og fyrirtæki gegna þar stóru hlutverki. Mikilvægt er að þau setji sér umhverfisstefnu og ekki síður að þau fylgi henni eftir. Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Sjóvár, spjallaði við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna um hvernig Sjóvá hefur unnið að sinni umhverfisstefnu og af hverju mikilvægt er að fyrirtæki stígi þetta skref.

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.