Viðskiptavinurinn í forgang

Stjórn fyrirtækis þarf að móta skýra stefnu til að ná skilgreindum markmiðum og hana þarf að endurmeta reglulega. Samtakamáttur er lykilatriði og finna þarf jafnvægi í rekstri og ánægju viðskiptavina. Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri markaðsmála- og viðskiptaþróunar hjá Sjóvá, spjallar við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, um stjórnun og stefnumótun.

Om Podcasten

Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.