1. þáttur: Vinur barnanna

Í þessum fyrsta þætti er aðdragandi sögunnar kynntur. Í bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttir Hljóðin í nóttinni, sem kom út 2014, er sagt frá meintum kynferðisbrotum Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara og eins umsjónarmanna barnatímans í Ríkisútvarpinu á árunum 1950-1972. Rætt við Björgu, Grétar fyrrum nemanda við skólann, Soffíu Guðbjörtu sem var í bekk með Björgu og Sólveigu Ólafsdóttir doktor í sagnfræði sem segir sögu sína og frá tengslum við Laugarnesskólann og Skeggja. Sex þátta heimildaröð unnin fyrir Rás 1 um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla og meint kynferðisbrot hans gagnvart drengjum í skólanum. Fyrsti þáttur ber yfirskriftina Vinur barnanna. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.

Om Podcasten

Fyrir átta árum kom út bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Þar var Skeggi Ásbjarnarson kennari við Laugarnesskólann sakaður um kynferðisbrot gagnvart drengjum í skólanum. Málið fékk einhverja umfjöllun í fréttum á þessum tíma en síðan ekki söguna meir. Þorsteinn J. var í Laugarnesskólanum og honum var mjög brugðið yfir þessum meintu brotum Skeggja. Hann hóf rannsókn á málinu ásamt Sólveigu Ólafsdóttur doktor í sagnfræði. Í þáttaröðinni er skoðað hvað raunverulega gerðist í skólanum og hlustendur eru hvattir til að senda inn upplýsingar sem þeir kunna að búa yfir, á thorsteinnj@simnet.is Umsjón: Þorsteinn J. Framleiðandi: Þetta líf. Þetta líf ehf fyrir RUV.