3. þáttur: Komiði blessuð og sæl

Í þriðja þætti er rætt við Óttar Guðmundsson geðlækni sem lítur á Skeggja sem sinn besta kennara á öllum hans námsárum. Elín Bára Cooper segir frá tveimur atvikum sem hún segir vitna til um hina myrku hlið Skeggja sem kennara í Lauganesskóla. Það gerir Grímur Rúnar Friðgerisson fyrrverandi nemandi í Lauganesskóla líka. Rætt er við Hjört Pálsson, sem var dagskrárstjóri útvarpsins á árum áður, um útvarpsmanninn Skeggja. Kristín Ólafsdóttir, systir Páls Björgvins Ólafssonar sem Skeggi skirfaði minningargrein um, segir frá dauða bróður síns sem var bráðkvaddur á skólalóðinni. Einnig er rætt við Guðjón Heiðar Jónsson, eiginmann Kristínar, sem líka var í bekk hjá Skeggja og ber honum góða sögu, að mestu leyti.

Om Podcasten

Fyrir átta árum kom út bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Þar var Skeggi Ásbjarnarson kennari við Laugarnesskólann sakaður um kynferðisbrot gagnvart drengjum í skólanum. Málið fékk einhverja umfjöllun í fréttum á þessum tíma en síðan ekki söguna meir. Þorsteinn J. var í Laugarnesskólanum og honum var mjög brugðið yfir þessum meintu brotum Skeggja. Hann hóf rannsókn á málinu ásamt Sólveigu Ólafsdóttur doktor í sagnfræði. Í þáttaröðinni er skoðað hvað raunverulega gerðist í skólanum og hlustendur eru hvattir til að senda inn upplýsingar sem þeir kunna að búa yfir, á thorsteinnj@simnet.is Umsjón: Þorsteinn J. Framleiðandi: Þetta líf. Þetta líf ehf fyrir RUV.