#2 - Gamli góði kvíðinn

Í öðrum þætti Skjáskots mæta Tryggvi Hjaltason, senior strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs, og Þóra Tómasdóttir, blaða- og kvikmyndagerðakona, til að ræða kaflann Gamli góði kvíðinn.

Om Podcasten

Hlaðvarp í fjórum þáttum sem nefnt er eftir samnefndri bók Bergs Ebba. Skjáskot fjallar um samskipti manns og tækni, innleiðingu gervigreindar og þessa sérstöku tilfinningu sem örlar stundum á, að við séum hugsanlega byrjuð að gera stafrænt afrit af heiminum sem fylgir ekki alltaf sömu lögmálum og frumeintakið. Í hverjum þætti er nýr kafli tekinn fyrir og eftir lestur höfundar ræða gestir kafla úr bókinni.